Innlent

Þyrla varnarliðsins sækir slasaðan vélsleðamann

MYND/Vilhelm

Þyrla varnarliðsins er nú á leið á suðvestanverðan Langjökul til að sækja alvarlega slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn hafi hrapað um 40 metra fram af hengju og er hann illa haldinn og grunur um innvortis meiðsl og áverka á hrygg. Flugvél Flugmálastjórnar mun einnig vera á leið á slysstað til þess að halda uppi samskiptum þar en það var til happs að björgunarsveitarmenn eru meðal fjölmenns hóps sem er á jöklinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×