Innlent

Aldrei fleiri fengið íslenskan ríkisborgararétt á einu ári

MYND/Vísir

Á síðasta ári fengu 872 manns íslenskan ríkisborgararétt, eða fleiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram í hinu nýja vefriti dómsmálaráðuneytisins. 52 einstaklingar fengu íslenskan ríkisborgarrétt að nýju eftir að hafa afsalað sér honum eða misst hann með einhverjum hætti. Fullorðnir einstaklingar sem fengu ríkisborgararétt voru 694 og börn voru 178.

Flestir nýju Íslendinganna eru fæddir í Póllandi, eða 187 manns. Frá Serbíu og Svartfjallalandi koma 66, Bandaríkjunum 63, Taílandi 53, Filippseyjum 48, Kína 42, Svíþjóð 35, Króatíu 29, Rússlandi 24, Víetnam 22 og Bosníu og Herzegóvínu 17.

Færri koma frá öðrum löndum en þar má nefna Albaníu, Aserbaídjan, Gambíu, Grænhöfðaeyjar, Indónesíu, Írak, Jórdaníu, Kasakstan, Marokkó, Namibíu, Sýrland, Túnis og Tyrkland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×