Innlent

Breytingar á leiðarkerfi Strætós á morgun

MYND/Hari

Umtalsverðar breytingar á leiðakerfi Strætós taka gildi á morgun en með þeim á að sníða hnökra af leiðakerfinu sem tók gildi í júlí á síðasta ári. Breytingarnar taka mið af athugasemdum frá viðskiptavinum Strætó og vagnstjórum og í þeim felst meðal annars að fjórar nýjar leiðir verða teknar í gagnið og þá hætta svokallaðir næturvagnar akstri á miðnætti í stað tvö vegna lítillar nýtingar. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Strætós, bus.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×