Innlent

Farice tekur varaleið í notkun í Bretlandi

Farice á Íslandi hefur tekið í notkun varaleið til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari bilanir á Farice-strengnum í Skotlandi. Strengurinn hefur bilað sautján sinnum á síðustu tveimur árum með þeim afleiðingum að hægt hefur mjög á netsambandi við útlönd. Varaleiðin nær frá Inverness í Skotlandi til Lundúna, en fjórtán af bilununum sautján hafa orðið sunnan Inverness. Ef bilun verður á aðalleiðinni tekur varaleiðin sjálfkrafa við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×