Innlent

Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng

Maður um tvítugt var stunginn með hnífi á veitingastaðnum Gauki á Stöng í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Að sögn lögreglu virtist maðurinn ekki alvarlega slasaður en hann hlaut tvö stungusár á baki. Hann er nú til rannsóknar á slysadeild Landspítalans. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan kveðst þó vita hver árásarmaðurinn var og er hans nú leitað. Þónokkuð var um pústra í borginni í nótt og nokkur fjöldi grunaður um ölvun við akstur. Annars staðar á landinu var nóttin róleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×