Innlent

Einfættur reglulega í örorkumat

Einfættur maður þarf að endurnýja örorkumat sitt hjá lækni á tveggja ára fresti. Honum þykir það skjóta skökku við þar sem nokkuð sannað sé að aflimaðir fætur vaxi ekki að nýju. Allir þeir sem eru aflimaðir eru skikkaðir í þetta ferli.

Sú hugsun hefur læðst að Guðmundi Ólafssyni, einfættum öryrkja, að Tryggingarstofnun telji að fóturinn hans muni vaxa aftur enda er hann - og margir aðrir sem misst hafa útlimi skikkaðir í að endurnýja örorkumat sitt á tveggja ára fresti. Hann telur þetta fáránlegt og bendir á að það kosti sitt fyrir öryrkja að endurnýja matið.

Sigríður Kjartansdóttir, skrifstofustjóri hjá TR segir að öruorkumat sé mat á færni - fótalaus maður geti aukið færni sína og þess vegna þurfi að meta örorkuna reglulega. Þetta sé spurining um það hvort menn séu að fá lífeyri, styrk eða bætur.

Sigríður viðurkennir þó vilji losna við vinnu í kringum þetta mat og hafi því verið að því stefnt að gera örorkumötin í eitt skipti fyrir öll - fyrir hvern og einn. Það sé núorðið algengara en hitt að hinir aflimiðu séu metnir með varnalega örorku en breytilega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.