Innlent

Óljóst um endurupptöku málsins

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor MYND/Hari

Enn liggur ekki fyrir hvort mál Jóns Ólafssonar athafnamanns gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor verði tekið upp að nýju í Bretlandi. Hannes var í fyrra dæmdur til að greiða Jóni tólf milljónir króna fyrir meiðandi ummæli á heimasíðu sinni. Að sögn Heimis Arnar Herbertssonar, verjanda Hannesar, er nú unnið að endurupptöku málsins og stóð jafnvel til að sú beiðni yrði tekin fyrir í Bretlandi í dag. Heimir sagði fyrir stundu að hann hefði ekki fengið nýjar fréttir af stöðu mála þar ytra í dag, og niðurstaðan myndi hvort eð er líklega ekki liggja fyrir á næstu dögum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×