Innlent

550 eiga yfir 50 milljónir króna

Átján einstaklingar eiga yfir einn milljarð króna í bréfum sem eru skráð beint á þá sjálfa en ekki gegnum eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði.
Átján einstaklingar eiga yfir einn milljarð króna í bréfum sem eru skráð beint á þá sjálfa en ekki gegnum eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði. MYND/GVA

Um það bil 550 einstaklingar eiga yfir 50 milljónir króna í hlutabréfum, samkvæmt Kauphallartíðindum, og er þá aðeins átt við einstaklinga, sem eiga beint í viðkomandi félögum, en ekki í gegn um eignarhaldsfélög eða verðbréfasjóði.

Líklegt er að flestir eða margir í þessum hópi eigi líka hluti í fyrirtækjum eftir þeim leiðum. Í hópnum eiga átján einstaklingar meira en einn milljarð króna í bréfum. Rúmlega 52 þúsund manns eiga hlutabréf í fyrirtækjum Kauphallarinnar, eða um 17 prósent þjóðarinnar.

Athygli vekur að konur eiga í fullu tré við karla hvað fjölda eigenda varðar en karlarnir eru hins vegar stórtækari og eiga 70 prósent í pottinum á móti 30 prósentum kvennanna. Flestir hlutabréfaeigendur eru í aldurshópnum 40 til 60 ára en þeir ríkistu eru á bilinu 50 til 70 ára.

Rétt er að taka fram að talan 18 yfir milljarðamæringa í Kauphöllinni segir ekkert um fjölda milljarðamæringa í landinu, sem eru orðnir margfalt fleiri og hefur fjölgað með ævintýralegum hraða síðustu misserin. Hvergi er þó til samantekt um það á einum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×