Sport

Tap Keflvíkinga stendur

Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá.

Leikmaðurinn sem um ræðir er gamla kempan Guðjón Skúlason, en Keflvíkingar verða af mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnnar fyrir þessa yfirsjón sína. Félagið fékk þó aðrar betri fréttir í dag þegar ljóst var að leikmaður liðsins Vlad Boeriu sleppur við leikbann eftir að honum var vikið af velli í leik gegn Haukum á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×