Erlent

Fastir í rúmar tuttugu klukkustundir

Sjötíu kanadískir námamenn hafa nú setið fastir í rúmlega 20 klukkustundir um einn kílómetra undir yfirborði jarðar í kalsíum námu í Kanada. Eldur kviknaði í námunni og þurftu námamennirnir að leita skjóls í öryggisherbergi á meðan slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins og tókst það seint í gærkvöldi. Ekki verður þó hægt að hleypa mönnunum aftur upp á yfirborðið fyrr en búið verður að lofta út eitruðum gufum og reyk og getur það tekið nokkurn tíma þar sem náman er talsvert stór. Talsmaður námafélagsins segir ekkert ama að mönnunum og þeir hafi bæði súrefni, mat og vatn í öryggisherberginu í að minnsta kosti 16 klukkustundir í viðbót






Fleiri fréttir

Sjá meira


×