Erlent

Stórsigur Hamas-fylkingarinnar

Hamas-liðar fagna sigri.
Hamas-liðar fagna sigri. MYND/AP

Hamas-fylkingin vann stórsigur í þingkosningum Palestínumanna í gær og hlaut 76 þingsæti. Fatah-flokkur Mahmouds Abbas, forseta, fékk aðeins 43 sæti.Þetta sýna fyrstu tölur frá kjörstjórn sem birtar voru nú síðdegis.

Stjórnmálaskýrendur segja þessa niðurstöðu veikja vonir um að hægt verði að hefja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs að nýju á næstunni. Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa löngum neitað því að ræða við fulltrúa Hamas-samtakanna þar sem þau stefni að því að eyða Ísraelsríki.

Hamas-samtökin hafa náð töluverðum vinsældum meðal Palestínumanna, ekki vegna árása á Ísraela, heldur fyrir góðgerðarstörf í þágu Palestínumanna. Hamas hefur að mestu virt vopnahlé sem hefur verið í gildi síðastliðið ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×