Erlent

Palestínumenn vilja ekki óbreytt ástand

George Bush, Bandaríkjaforseti.
George Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti segir úrslit þingkosninga Palestínumanna í gær vísbendingu um að Palestínumenn séu óánægðir með ástand mála en telur rétt að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, verði áfram við völd.

Þetta kom fram í ræðu sem Bush flutti fyrir stundu. Hann sagði kosningarnar merki um virkt lýðræði í Mið-Austurlöndum. Hann bætti því við að Bandaríkjamenn myndu ekki vinna með stjórnmálaafli sem hvetti til þesss að Ísraelsríki yrði eytt og vísaði þar til Hamas-samtakanna sem eru talin sigurvegarar kosninganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×