Erlent

Sprenging í Rúmeníu

Að minnsta kosti einn lét lífið og þrír slösuðust þegar sprenging varð í verksmiðju í Suður-Rúmeníu í dag.

Meðal þeirra sem slösuðust var maður sem gekk framhjá verksmiðjunni þegar sprengingin varð. Hann var lagður á sjúkrahús með alvarleg brunasár.

Um það bil 1000 íbúðir í nálægum byggingum eru ónýtar og um 2000 manns heimilislausir. Fjölmargir bílar eyðilögðust en þeim hafði verið lagt í næsta nágrenni við verksmiðjuna.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en yfirvöld segja allt benda til að þetta hafi verið slys. Sprengju hafi ekki verið komið fyrir í verksmiðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×