Innlent

Vélsleðamaður á gjörgæslu en ekki í lífshættu

Vélsleðamaðurinn sem slasaðist á austanverðum Geitlandsjökli á Langjökli um hádegisbil í dag liggur nú á gjörgæsludeild. Hann er talsvert alvarlega slasaður og en ekki í lífshættu að sögn vakthafandi læknis.

Þyrla varnarliðsins lenti klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi með manninn en hann var í hópi vélsleðamanna en keyrði fram af snjóhengju með fyrrgreindum afleiðingum. Tilkynnt var um slysið laust eftir hádegi í dag og var þyrlan komin á staðinn um hálfþrjú ásamt flugvél Flugmálastjórnar sem hélt uppi samskiptum milli þyrlunnar og vettvangs en það var til happs að björgunarsveitarmenn af Suðurlandi voru við æfingar á jöklinum og voru komnir á vettvang tíu mínútum eftir slysið. Óskað var eftir aðstoð varnarliðsins þar sem hvorug þyrla Landhelgisgæslunnar er til staðar, önnur er í yfirferð og hin í viðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×