Erlent

Indversk skólarúta endaði í skurði

Í Haryana í Norður-Indlandi.
Í Haryana í Norður-Indlandi. MYND/AP

Minnst sex börn létust þegar skólarúta skall ofan í skurð á Norður-Indlandi í morgun. Um það bil fimmtíu börn voru í rútunni þegar slysið varð. Íbúar á svæðinu stukku þegar ofan í vatnið til að reyna að bjarga sem flestum. Búið er að bjarga tólf börnum.

Óvíst er um örlög annarra í rútunni og þeirra enn leitað. Vitni segja rútuna hafa vikið fyrir öðrum bíl með þessum hörmulegu afleiðingum. Rútubílstjórinn mun hafa sloppið lifandi og flúði þegar af slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×