Innlent

Grímuklædd reiðsýning

MYND/Stefán Karlsson
Grímuklæddir knapar og hestar sýna glæsilega tilburði á fjölskylduhátíð sem haldin er í reiðhöllinni nú um helgina. Það eru sjö hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni í samvinnu við Landsbankann.

Knapar og hestar voru með skrautlegasta móti á gæsilegri sýningu sem haldin var í gær og mátti sjá hvernig æfingar síðustu vikur skiluðu sér til áhorfenda sem voru mættir til að gera sér glaðan dag. Silvía Nótt, Rússlana, Zorró, James Bond og fleiri riðu hestum eins og þau hefðu aldrei gert annað enda margt til lista lagt. Þeir sem eru svekktir yfir að hafa misst af herlegheitum í gær geta tekið gleði sína á ný því fjörið heldur áfram í dag á milli klukkan eitt til fjögur og er aðgangur ókeypis fyrir alla fjölskylduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×