Tónlistarhús fyrir 24 milljarða 9. mars 2006 19:02 Ríki og borg skuldbundu sig í dag til að leggja fram tæpar sjö hundruð milljónir króna á ári í 35 ár - eða um 24 milljarða - þegar samningur um nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn var undirritaður með pompi og pragt. Það er fyrirtækið Portus, félag í eigu Landsafls og Nýsis, sem byggir tónlistar- og ráðstefnuhöllina. Það fær síðan árlega 683 milljónir frá hinu opinbera til rekstursins. Síðan ætlar reyndar Portus að byggja fimm stjörnu hótel og fleira fíneríi á lóðinni, en gerir það upp á eigin spýtur. Tónlistar- og ráðstefnuhöllinn á að vera klár í september 2009. Portus sér um að byggja hana og reka samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag. Hann er til 35 ára. Það er hins vegar fyrirtækið Austurhöfn, -sem er sameiginlega í eigu ríkis og borgar, sem leggur til megnið af þeim peningum sem þarf, eða 608 milljónir á ári. Síðan fær Portus líka 75 milljónir fyrir að hýsa Sinfóníuhljómsveit Íslands. Pontus er því áskrifandi að samtals 683 milljónum á ári í 35, -sem leggur sig út á að vera 23.905 milljónir króna, úr vasa skattgreiðanda. 9.800 milljónir úr borgarsjóði og 11.500 milljónir úr ríkissjóði, fyrir utan 2.600 milljónir fyrir sinfoníuna. Fáir hafa haft nokkuð við þessi útgjöld að athuga, nema helst þingmaðurinn Pétur Blöndal, sem bent hefur á að þessi milljarðaútgjöld hafi aldrei komið á borð fjárlaganefndar Alþingis. Flokksbróðir hans, borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon, hefur verið á móti þátttöku borgarinar allan tímann. En allir voru sammála um eitt í dag, að hönnunin er falleg og húsið mun að líkindum ríma vel við 30 milljóna króna friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Reykjavíkurborg leggur líka til lóðina undir Tónlistarhúsið, -endurgjaldslaust. Borgin sér líka um að gera lóðina klára fyrir 1.309 milljónir króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag, að Íslenskir Aðalverktakar taki útboðslaust að sér fyrsta hlutann, - verk fyrir 530 milljónir króna. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ríki og borg skuldbundu sig í dag til að leggja fram tæpar sjö hundruð milljónir króna á ári í 35 ár - eða um 24 milljarða - þegar samningur um nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn var undirritaður með pompi og pragt. Það er fyrirtækið Portus, félag í eigu Landsafls og Nýsis, sem byggir tónlistar- og ráðstefnuhöllina. Það fær síðan árlega 683 milljónir frá hinu opinbera til rekstursins. Síðan ætlar reyndar Portus að byggja fimm stjörnu hótel og fleira fíneríi á lóðinni, en gerir það upp á eigin spýtur. Tónlistar- og ráðstefnuhöllinn á að vera klár í september 2009. Portus sér um að byggja hana og reka samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag. Hann er til 35 ára. Það er hins vegar fyrirtækið Austurhöfn, -sem er sameiginlega í eigu ríkis og borgar, sem leggur til megnið af þeim peningum sem þarf, eða 608 milljónir á ári. Síðan fær Portus líka 75 milljónir fyrir að hýsa Sinfóníuhljómsveit Íslands. Pontus er því áskrifandi að samtals 683 milljónum á ári í 35, -sem leggur sig út á að vera 23.905 milljónir króna, úr vasa skattgreiðanda. 9.800 milljónir úr borgarsjóði og 11.500 milljónir úr ríkissjóði, fyrir utan 2.600 milljónir fyrir sinfoníuna. Fáir hafa haft nokkuð við þessi útgjöld að athuga, nema helst þingmaðurinn Pétur Blöndal, sem bent hefur á að þessi milljarðaútgjöld hafi aldrei komið á borð fjárlaganefndar Alþingis. Flokksbróðir hans, borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon, hefur verið á móti þátttöku borgarinar allan tímann. En allir voru sammála um eitt í dag, að hönnunin er falleg og húsið mun að líkindum ríma vel við 30 milljóna króna friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Reykjavíkurborg leggur líka til lóðina undir Tónlistarhúsið, -endurgjaldslaust. Borgin sér líka um að gera lóðina klára fyrir 1.309 milljónir króna. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag, að Íslenskir Aðalverktakar taki útboðslaust að sér fyrsta hlutann, - verk fyrir 530 milljónir króna.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira