Innlent

Spítali greiði bætur fyrir heilsutjón

Konan vann á Landspítalanum.
Konan vann á Landspítalanum.

Landspítalinn var í dag dæmdur til að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar sjö milljónir króna í bætur vegna líkamstjóns sem starfsmaðurinn varð fyrir í starfi sínu.

Starfsmaðurinn, hjúkrunarkona sem vann á speglunardeild spítalans á Landakoti og síðar í Fossvogi, skaðaðist af því að vinna með glútaraldehýð. Sannað þykir að það geti verið skaðlegt heilsu fólks og hafði verið varað við notkun þess í vísindatímaritum áður en konan hóf störf á sjúkrahúsinu. Þrátt fyrir það fékk hún ekki leiðbeiningar um hvernig ætti að fara með efnið. Tjón hennar af völdum efnisins er metið til fimmtán prósenta örorku og spítalinn fundinn bótaskyldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×