Innlent

Lögregla hefur afskipti af hústökufólki

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af svonefndu hústökufólki, sem í stór auknum mæli er farið að hreiðra um sig í auðum húsum, einkum á svæði hundrað og einum. Í mörgum tilvikum er búið að negla fyrir glugga og aðeins ein útgönguleið, ef eldur brytist út, en sumstaðar er verið að elda með gasi og lýst er upp með kertaljósum. Lögregla hefur áhyggjur af velferð fólksins og stuggar því ekki úr húsunum nema að það sé þar augljóslega í leyfisleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×