Innlent

Frétt til mikilla vandræða

Bubbi Morthens segir að frétt Hér og nú um að hann væri fallinn, hafi leitt til margvíslegra vandræða. Dóttir hans hafi lent í leiðindum í skóla og sjálfur finni hann ónota út af umfjölluninni.

 

Bubbi höfðaði mál gegn Garðari Erni Úlfarssyni þáverandi ritstjóra Hér og nú og 365 prentmiðlum og var það flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann krefst 20 milljóna króna í bætu. Fyrir dómi í dag sagði Bubbi að eftir þessa umfjöllun, sem hafi komið mjög flatt upp á hann, hafi leitt til þess að hann þurfti að ræða við ýmsa sem hann á í viðskiptum við og sannfæra þá um að hann væri ekki fallinn fyrir eiturlyfjun að nýju. Þá sagði hann dóttur sína hafa lent í leiðindamálum í skóla vegna þessa, fólk hafi hreytt í hann ónotum á almannafæri og hann þori ekki að fara að heiman frá sér lengur án þess að gá vel hvort ljósmyndari sitji fyrir honum. Garðar Örn sagði fyrirsögnina "Bubbi fallinn" þar sem hann sést reykja sígarettu, ekki eiga að misskiljast á þann veg að átt væri við að Bubbi væri farinn að drekka eða neyta ólöglegra fíkniefna. Eiríkur Jónsson sem skrifaði umrædda grein sagði fyrirsögnina brandara þar sem tvíræðni væri til staðar. Búast má við dómi í málinu innan þriggja vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×