Innlent

Loftleiðir í samstarf við Latcharter Airlines

Loftleiðir Icelandic, blautleigu- og leiguflugsfélagið innan Icelandair Group, hafa undirritað samkomulag við lettneska flugfélagið Latcharter Airlines

Loftleiðir Icelandic, blautleigu- og leiguflugsfélagið innan Icelandair Group, hafa undirritað  samkomulag við lettneska flugfélagið Latcharter Airlines um náið samstarf á sviði blautleigu og leiguflugs. Samkomulagið gerir Loftleiðum Icelandic kleift að auka við vöruframboð félagins og sækja inn á nýja markaði með því að hefja markaðssetningu á Airbus 320 vélum.

Endanlegt fyrirkomulag á samstarfinu er enn í þróun og ekki er útilokað að Loftleiðir Icelandic muni kaupa hlut í Latcharter. Samkomulagið gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti Latcharter á núverandi markaði og í Skandinavíu, auk þess sem félgið mun í auknum mæli sækja inn á blautleigumarkaðinn á heimsvísu.

Loftleiðir Icelandic hafa hingað til sérhæft sig í markaðssetningu og rekstri á Boeing 757 og Boeing 767 vélum sem skráðar eru á flugrekstrarskírteini Icelandair. Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir að Airbus 320 vélarnar séu kærkomin viðbót við þjónustuframboð félagsins segir í tilkynningu frá félaginu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×