Innlent

Þrír mánuðir fyrir misbeitingu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, fyrir að notfæra sér ölvun tvítugrar stúlku og hafa við hana mök þegar hún gat enga vörn sér veitt.

Stúlkan lagðist til svefns í bíl á tjaldstæði þar sem hún var að skemmta sér ásamt vinkonum sínum. Þegar stúlkan vaknaði var hún nakin og aum í öllum líkamanum. Vinkonur hennar höfðu séð manninn, sem þekkti til stúlkunnar, í bílnum. Hann viðurkenndi að hafa haft mök við stúlkuna en sagði það hafa verið með hennar samþykki. Dómnum þótti hins vegar sýnt að vegna ölvunar stúlkunnar hefði hún ekki verið í ástandi til að veita samþykki sitt fyrir slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×