Innlent

Deilt um eignarrétt á vatni

Hver á vatnið? Það er spurning sem skekur Alþingi og veldur því að kalla þarf þing til fundar á morgun, laugardag.

Ekki sér fyrir endan á málinu sem nú er til annarrar umræðu á Alþingi. Tveir þingmenn komust að í ræðustól í dag, en 15 eru enn á mælendaskrá og hefst fundur klukkan 11 í fyrramálið og búist við að hann standi lengi. En hvað er það sem veldur því að þetta mál veldur svona miklum titringi í sölum Alþingis? Það snýst að mestu um tvennt. Annað þeirra er eignarrétturinn. Í vatnalögum sem Alþingi samþykkti árið 1923 eftir miklar umræður, segir að landareign hverri fylgi réttur til umráða og hagnýtingar á því vatni, straumvatni eða stöðuvatni sem á henni er, á þann hátt sem lögin heimila. Í frumvarpinu sem nú er tekist á um segir hins vegar að fasteign hverri, þar með talið þjóðlendu, fylgi eignarréttur að því vatni sem á henni eða undir henni er eða um hana rennur. Hitt atriðið lýtur svo að heildarskoðun þessarra mála sem stjórnarandstaðan telur heppilegri aðferð, en enn er beðið laga um vatnsvernd, beðið er niðurstöðu nefndar um hvernig staðið verður að rannsóknarleyfum á vatni og fleira mætti telja. Magnús Þór Hafsteinsson Frjálslynda flokksnu segist fyrr dauður liggja en samþykkja eignarrétt á vatni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×