Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Hannes lék vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu Bröndby og stóð vel fyrir sínu þegar haft er til hliðsjónar að þetta var aðeins fyrsti leikur hans með liðinu.
Aab er á toppi deildarinnar með 19 stig eftir átta leiki en Bröndby kemur næst með 15 stig eftir sjö leiki.