Úrvalsdeildarlið Portsmouth neitaði í dag 1,2 milljón punda tilboði Fulham í vængmanninn Matthew Taylor, því félagið vildi fá hærri upphæð fyrir leikmanninn. Portsmouth hafði gefið það út að til greina kæmi að selja Taylor til að safna peningum, en nú er ljóst að ekkert verður af því í bili.
