Erlent

Google kaupir YouTube

Meðstofnandi YouTube, Steven Chen, er 27 ára og var glaður við undirritun samningsins í gær upp á eitt hundrað milljarða íslenskra króna.
Meðstofnandi YouTube, Steven Chen, er 27 ára og var glaður við undirritun samningsins í gær upp á eitt hundrað milljarða íslenskra króna. MYND/AP

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube, vefsíðu þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

YouTube var stofnað í febrúar á síðasta ári og varð fljótlega ein vinsælasta síðan á netinu sem dreifir myndbandsefni. Yfir eitt hundrað myndbönd koma inn á síðuna á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að fyrirtækið hafi um 46% markaðshlutdeild.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×