Innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans eykst um 3,7 milljarða króna

Mynd/Heiða

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands jókst um 3,7 milljarða í febrúarmánuði og nam 72,1 milljarði í lok hans eða 1.104 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Aukninguna má rekja til reglubundinna kaupa Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum markaði og gegnishagnaðar. Kröfur bankans á innlánsstofnanir hækkuðu um 15 milljarða króna í febrúar og námu 83 milljörðum í lok febrúar. Þá lækkuðu kröfur á aðrar fjármálastofnanir um 4,8 milljarð króna og námu 11,4 milljarða króna í mánaðarlok. Markaðsskráð verðbréf í eigu bankans voru um 1,7 milljarður króna í lok febrúar, sé miðað við markaðsverð. Skudir Seðlabaknans við innlánsstofnanir jukust um 5,7 milljarða króna í febrúarmánuði og námu 25,6 milljörðum króna í lok mánaðarins. Grunnfé bankans jókst um 5,6 milljarða í febrúar og nam alls 38 milljörðum í mánaðarlok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×