Innlent

Skrifaði undir tvo samninga tendum sjúkraflutningum

Mynd/GVA

Eitt síðasta embættisverk Jóns Kristjánssonar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra var að undirrita tvo samninga tengdum sjúkraflutningum. Annar samningurinn var við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga á svæðinu og hinn samningurinn var við Rauða kross Íslands um útvegun og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninga. Gildistími samningsins við RKÍ er frá og með 1. janúar í ár og til og með 31. desember 2010. Um er að ræða endurnýjun á eldri samning sem rann út um áramótin en þó með ákveðnum breytingum. Samningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er sömuleiðis endurnýjun á útrunnum samning, en samningur þeirra rann út um síðustu áramót. Nýji samningur þeirra gildi frá 1. janúar 2006 til og með 31. desember. Á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru farnir rúmlega 20 þúsund sjúkraflutningar á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×