Innlent

Segir stjórnvöld fela niðurstöður

Það er engu líkara en stjórnvöld vilji fela niðurstöður rammaáætlunar um samanburð á virkjanakostum og líklegum umhverfisáhrifum þeirra. Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra í Silfri Egils í gær.

Það var Finnur Ingólfsson, þáverandi Iðnaðarráðherra, sem átti frumkvæði að því að gera samanburð á virkjanakostum og umhverfisáhrifum þeirra um allt land. Starfið við rammaáætlunina hófst árið 1999 og alls unnu sjötíu manns að henni í heildina. Sveinbjörn Björnsson hjá Orkustofnun var formaður verkefnisstjórnar. Hann segir að starfið hafi fyrst og fremst snúið að athugunum á jarðhitasvæði nærri byggð og hugsanlegum virkjunarframkvæmdum nærri jökulám. Fyrsta áfanga lauk svo með skýrslu árið 2003.

Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki hafa flaggað niðurstöðum skýrslunnar og að það sé engu líkara en að þau hafi eitthvað að fela. Skýrslan hafi verið sett ofan í skúffu.

Sveinbjörn Björnsson segir að stefnt sé að því að ljúka öðrum áfanga rammaáætlunarinnar árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×