Erlent

Kennarar braska með hlutabréf í stað þess að kenna

MYND/Reuters

Í mörgum skólum er slæm mæting nemenda mikill höfuðverkur fyrir kennara. Þessu er hins vegar öfugt farið í sumum skólum í Sádi-Arabíu, ef marka má nýjustu fréttir þaðan. Kennarar þar í landi hafa nefnilega sumir hverjir verið staðnir að því að fara fyrr heim úr vinnunni, eða mæta ekkert yfir höfuð, til að kaupa og selja hlutabréf á hlutabréfamarkaðnum í Sádi-Arabíu. Vandamálið er orðið það stórt að menntamálaráðherra landsins sá ástæðu til þess í gær að beina þeim tilmælum til skólayfirvalda að þau stemmi stigu við að kennarar stundi slíkt hlutabréfabrask í vinnutímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×