Erlent

1.200 metra neðanjarðargöng fundust milli BNA og Mexíkó

Mynd/AP

Bandarísk yfirvöld fundu á miðvikudag yfir tólf hundruð metra löng neðanjarðargöng sem eru undir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Í göngunum fundust um tvo tonn af maríjúana að sögn fíkniefnalögreglunnar og má því ætla að göngin hafi verið nýtt til innflutnings á fíkniefnum til Bandaríkjanna. Göngin ná frá Tíjuana í Mexíkó til Otay Mesa í Kaliforníu. Göngin eru steypt, útbúin rafljósum, loftræstingu og þar var einnig að finna vatnsdælu. Talið er næsta öruggt að fíkniefnin tilheyri stórum fíkniefnahring í Mexíkó. Enginn hefur þó verið handtekinn en unnið er að rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×