Innlent

Mjög hefur dregið úr fasteignasölu

Fleiri sérbýliseignir seldust í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að í heildina hafi mun færri eignir selst en árið áður.
Fleiri sérbýliseignir seldust í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að í heildina hafi mun færri eignir selst en árið áður. MYND/Stefán

Sala á íbúðum í fjölbýli hefur dregist saman um 26 prósent milli ára að því er fram kemur í tölum frá Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma hefur sala á einbýlishúsum aukist um fimmtán prósent.

Í febrúar sem nú er nýliðinn seldust um 679 íbúðir og einbýlishús en í febrúar á síðasta ári seldust 856 slíkar eignir. Þrátt fyrir að færri eignir hafi selst nú en á síðasta ári er veltan meiri og hefur meðalverð íbúða í fjölbýli hækkað um 29 prósent milli ára og meðalverð einbýlishúsa hækkað um fimmtung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×