Fyrsti heimaleikurinn síðan Katrín reið yfir 8. mars 2006 18:58 Fyrsti leikurinn síðan fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans fer fram á heimavelli Hornets í kvöld New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf." Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira
New Orleans Hornets spilar í kvöld sinn fyrsta leik á heimavelli síðan fellibylurinn Katrín reið yfir borgina þann 29. ágúst á síðasta ári, en liðið hefur spilað megnið af heimaleikjum sínum í Oklahoma City síðan þá. Liðið spilar aðeins þrjá leiki í New Orleans Arena í ár og sex leikir eru fyrirhugaðir þar á næsta tímabili. Viðgerðarkostnaður í New Orleans Arena er þegar sagður nema um 10 milljónum dollara, en þó enduruppbygging í borginni gangi þokkalega, var ekki talið ráðlegt að liðið spilaði nema þrjá leiki í borginni á þessu keppnistímabili. Áður en fellibylurinn Katrín reið yfir borgina voru þar um 465.00 íbúar, en enn þann dag í dag hafa ekki nema um 189.000 manns skilað sér til baka eftir náttúruhamfarirnar. Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers sem sækir New Orleans heim í kvöld, sagðist hafa áhyggjur af ástandi hallarinnar fyrir leikinn. "Maður spyr sig hvort höllin er í standi til að hægt sé að spila þarna. Ég heyrði að byggingin hefði verið frekar illa leikin eftir flóðin og ég velti fyrir mér hvort þetta á eftir að líkjast hefðbundnum körfuboltaleik yfir höfuð. Og hvað ætla menn að gera hérna í framhaldinu? Á liðið bara að þvælast fram og aftur um landið með heimavöllinn?" "Þetta verður vonandi til þess að fólk fái það á tilfinninguna að hlutirnir séu að komast í fyrra horf, en því er ekki að neita að tilfinningarnar eru sterkar að koma hingað aftur," sagði PJ Brown, leikmaður New Orleans, sem var einn þeirra sem áttu hús sem eyðilagðist í flóðunum. Smush Parker, leikmaður LA Lakers tók í sama streng. "Þetta verður mjög sérstakur leikur og mér þykir hann sýna að hlutirnir stefni í rétta átt hérna í borginni. Lífið heldur áfram hér, rétt eins og það gerði í New York eftir árásirnar á World Trade Center. Þar hefur fólk haldið áfram og hlutirnir eru smátt og smátt að komast í eðlilegt horf."
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Sjá meira