Innlent

Kæran jafnast á við skopmyndabirtingu

Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins.
Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins. MYND/Einar Ólason

Forstöðumaður Krossins segir að kæra Samtakanna 78 gegn sér jafnist á við lætin útaf birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Hann áréttar skoðun sína um að samkynhneigðir eigi ekki að ala upp börn.

Samtökin 78 hafa birt kæru á hendur Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanns Krossins, vegna greinar hans sem var birt í Morgunblaðinu fyrir um viku síðan.

Þar segir Gunnar m.a það ófært að bjóða börnum uppá uppeldi hjá samkynhneigðum pörum og segir að allar erlendar rannsóknir sýni að hommar og lesbíur séu ekki hæf til að ala upp börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×