Innlent

VG andvígir hlutafélagavæðingu Rarik

MYND/Gísli Auðunsson

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram frávísunartillögu á frumvarp iðnaðarráðherra Valgerðar Sverrisdóttur um hlutafélagavæðingu Rafmagnsveitna ríkisins sem nú er til afgreiðslu á Alþingi. Vinstri Grænir segja að verið sé að setja Rarik í sama feril og Landssímann. Verið sé að undirbúa einkavæðingu og sölu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×