Erlent

Mannanafnanefnd Malasíu tekur til hendinni

Þetta fólk getur nú ekki lengur tekið upp nöfn japanskra bílategunda eða tölueinkenni breskra njósnara.
Þetta fólk getur nú ekki lengur tekið upp nöfn japanskra bílategunda eða tölueinkenni breskra njósnara.

Mannanafnanefnd í Malasíu stendur í ströngu þessa dagana. Nú hefur í fyrsta sinn verið gefinn út listi yfir nöfn sem fólk er hvatt til að sniðganga. Á listanum eru nöfn eins og Hitler, Skítugur Hundur og 007.

Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að Malasar breyti um fornafn þegar þeir komast til vits og ára og breyti yfir í nafn sem þeim finnst sniðugt eða flott. Að höfðu samráði við stærstu trúfélög í Malasíu voru settir saman listar yfir nöfn sem eru talin óæskileg, þó að gefið sé svigrúm til áfrýjunar.

Ýmsir trúarhópar í Malasíu hafa fyrir sið að gefa börnum sérkennileg nöfn að margra mati, til þess að verja þau fyrir illum öndum. Nú er tekið fyrir það að barn fái að heita eftir dýri, plöntu eða ávexti, skordýrum eða litum. Þá má ekki heita snákur, kroppinbakur, geðveikur, nú og einnig hefur nafnið Woti verið bannað en það útleggst sem kynferðismök.

Einnig hefur verið bannað að gefa fólki nöfn sem innihalda tölur, eftir að einhver hafði tekið upp eiginnafnið 007, þá má ekki taka upp konunglega titla eins og prins eða kóngur og ekki nefna börn eftir bíltegundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×