Lífið

Vill ættleiða

Feta í fótspor stjarnanna Britney Spears vill herma eftir Madonnu og Angelinu Jolie og ættleiða barn.
Feta í fótspor stjarnanna Britney Spears vill herma eftir Madonnu og Angelinu Jolie og ættleiða barn.

Nú hefur Britney Spears ákveðið að ganga í ættleiðingaklúbb stjarnanna. Hún hefur lýst yfir áhuga sínum á að stækka fjölskylduna en Spears er nýbúin að eignast sitt annað barn með eiginmanni sínum Kevin Federline.

Þar með fetar poppprinsessan í fótspor margra frægra kvenna en það er Madonna sem hefur ein mestu áhrifin á Spears. Madonna ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví. "Britney hefur alltaf haft mikið álit á tónlist Madonnu og lífsstíl. Þess vegna útilokar hún ekki að feta í fótspor söngkonnunnar og halda til Afríku til að finna sér sitt þriðja barn," segir talsmaður söngkonunnar ungu.

Bæði Federline og Spears hafa verið gagnrýnd fyrir hæfileika sína í foreldrahlutverkinu og má því búast við því að hjónakornin ungu þurfi að sýna sig og sanna áður en þau fá heimild til að ættleiða.

Ættleiðingaklúbbur stjarnanna samanstendur nú af Angelinu Jolie, Madonnu, Calistu Flockhart, Sharon Stone og Meg Ryan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.