Innlent

Vill ekki flugvöll á Lönguskerjum

Páll Sigurjónsson stjórnarformaður Ístaks blæs á hugmyndir um flugvöll á Lönguskerjum. Hann segir miklu skynsamlegra að byggja íbúðahverfi á landfyllingu þar heldur en flugvöll. Framsóknarmenn í Reykjavík setja flugvöll á Lönguskerjum á oddinn í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningar. Ætla mætti að þar væri komið úrvalsverkefni fyrir verktaka, en stjórnarformanni Ístaks finnst hugmyndin fráleit. Hann sagði í viðtali við Kristján Má Unnarsson í þættinum Skaftahlíð á NFS að mikilvægt væri að halda innanlandsfluginu í borginni. Skoðanakannanir sýna að tveir þriðju Reykvíkinga vilja losna við flugvöllinn úr borginni. Flestir af þeim sem vilja flugvöllinn burt, eða fjörutíu og fjögur prósent, vilja að hann verði færður út í Löngusker. Það lýst Páli ekkert á. Hann segir allt eins skynsamlegt að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×