Leikur Barcelona og AC Milan í undanúrslitum meistaradeildarinnar er nú að hefjast og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Deco kemur aftur inn í byrjunarlið Barcelona eftir leikbann, en gamla brýnið Costacurta tekur stöðu Nesta í byrjunarliði AC Milan, en Nesta er meiddur. Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikmenn eru í byrjunarliðum.
Barcelona: Valdes, Belletti, Marquez, Puyol, Van Bronckhorst, Edmilson, Iniesta, Deco, Giuly, Ronaldinho, Eto'o.
AC Milan: Dida, Stam, Costacurta, Kaladze, Serginho, Pirlo, Gattuso, Seedorf, Kaka, Shevchenko, Inzaghi.