Innlent

Kemst ekki lengra en til Djúpavogs á 5000 krónum

Fyrir ári hefði meðalfólksbíll náð að keyra frá Reykjavík til Vopnafjarðar fyrir fimmþúsund krónur, en nú kemst hann aðeins á Djúpavog. Eins og greint hefur verið frá í fréttum hér á NFS þá hefur bensínverð hækkað mikið á undanförnum mánuðum og kostar bensínlítrinn um það bil 20 krónum meira nú en í apríl í fyrra. Hugmyndir hafa verið uppi um að ríkið komi til móts við neytendur og lækki skatta af bensíni en af hverjum seldum lítra fær ríkið 67 krónur í sinn hlut.

En hvað þýða þessar hækkanir á bensíni í raun fyrir neytendur? Við skulum skoða hve langt við komust á bensíni fyrir 5000 krónum sem keypt er á sjálfsafgreiðlsustöð. Í dæminu erum við á smábíl sem eyðir 7 lítrum á hverjum hundrað kílómetrum. Og við leggjum af stað frá Reykjavík. Þegar við erum komin að Jökulsárlóni höfum við greitt ríkinu því sem ríkinu ber en ríkið fær rúmlega helminginn af 5000 kallinum. Og við höldum áfram og komust alla leið á Djúpavog sem er nokkuð langt en ef við hefðum keypt bensínið í apríl í fyrra þá hefðum við komist enn lengra eða alla leið á Vopnafjörð. Það munar um minna eða 125 kílómetrum.

Því má bæta við að ef maður kaupir bensínið á þjónustustöð en ekki sjálfsafgreiðslustöð þá vantar 30 kílómetra upp á að maður komist til Djúpavogs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×