
Sport
Frakkar sigruðu í Mexíkó

Frakkar voru sigursælir í Mexíkókappakstrinum í A1 í gær þegar Alexandre Primat sigraði tvöfalt í keppninni, bæði í sprettinum og aðalkeppninni. Frakkar eru því komnir með 31 stigs forystu á Svisslendinga í mótinu. Þá komust Bretar upp fyrir Brasilíumenn í þriðja sæti stigakeppninnar.