Innlent

Geir í Moskvu

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra.
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra. MYND/Einar Ólason

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, hélt í dag til fundar við Sergei Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu. Heimsóknin stendur fram á laugardag.

Fundurinn er sagður mikilvægur liður í undirbúningi fyrir fund forsætisráðherra Eystrasaltsríkjanna sem haldinn verður í Reykjavík sjöunda og áttunda júní næstkomandi.

Meðal þeirra sem eru með utanríkisráðherra í för er Albert Jónsson, sendiherra, sem hefur verið í forsvari fyrir Íslendinga í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um varnarmál. Mál því gera ráð fyrir að varnarmál Íslands beri á góma í heimsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×