Innlent

Fluttningi úr Heilsuverndarstöðinni slegið á frest

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg Mynd/Einar Ólason

Starfsemi heilsugæslunnar í gömlu Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík verður enn um sinn rækt við Bárónsstíg. Samkomulag þessa efnis hefur náðst við nýja eigendur hússins.



Tekin var ákvörðun um að flytja starfsemi heilsugæslunnar úr Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg, þegar upp kom sú staða að ríkið og Reykjavíkurborg vildu losa um óhagstæðar sameiginlegar eignir sínar og seldu húsnæðið í nóvember í fyrra. Fyrirtækið Mark-hús keypti þá Heilsuverndarstöðina. Það var í höndum ríkisins að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemi heilsugæslunnar og var ákveðið að hún myndi færast í Mjóddina, við miklar mótbárur starfsmanna. Nú hefur ríkið þó tekið þá ákvörðun að leigja húnæðið af Mark-hús fram undir áramót. Talsmaður fjármálaráðuneytisins segir aðal ástæðuna fyrir framlengdum húsaleigusamningi vera að framkvæmdir í Mjóddinni hafa dregist á langinn og að erfitt sé að standa í framkvæmdum á Íslandi í dag vegna ástands efnahagsmála. Enn stendur þó til að færa starfsemi heilsugæslunnar í Mjóddina þegar framkvæmdum þar lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×