Erlent

Amish-fólkið styrkir ekkjuna

Skólinn sem Carl Roberts réðist inn í og drap fimm skólastúlkur, hefur nú verið jafnaður við jörðu.
Skólinn sem Carl Roberts réðist inn í og drap fimm skólastúlkur, hefur nú verið jafnaður við jörðu. MYND/AP

Ekkja byssumannsins sem skaut fimm amish stúlkur til bana í barnaskóla í Pensilvaníu í Bandaríkjunum, hefur þakkað samfélagi Amish fólksins fyrir ástríki og stuðning eftir að atburðurinn átti sér stað.

Konan, Marie Roberts, sagði að hún og fjölskylda hennar væru djúpt snortin, en Amish fólkið stofnaði peningasjóð í banka í bænum til stuðnings Maríu og börnum hennar.

Stuttu eftir atburðinn fyrirgáfu fjölskyldur fórnarlambanna árásarmanninum sem framdi sjálfsmorð áður en lögregla komst inn í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×