Lífið

Meðlimur Daft Punk þeytir skífum

Dúettinn Daft Punk sló rækilega í gegn með laginu Around the World.
Dúettinn Daft Punk sló rækilega í gegn með laginu Around the World.

Thomas Bangalter úr frönsku hljómsveitinni Daft Punk kemur fram á Nasa á laugardagskvöld, ásamt Jack Schidt og DJ Lazer.

Guy-Manuel de Homem Christo, hinn helmingur hljómsveitarinnar, kemur einnig til landsins og svarar spurningum áhorfenda á frumsýningu kvikmyndarinnar Electroma í kvöld. „Þetta er einstakur viðburður. Hann hefur ekki komið fram sem plötusnúður í um tíu ár og Daft Punk er náttúrulega frábært band," segir Atli Bollason hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem stendur fyrir tónleikunum. Hann segir ekki útilokað að Guy-Manuel, hinn meðlimur Daft Punk, troði upp með honum. „Hann hefur ekki komið fram með Thomasi sem plötusnúður en við lokum ekki á það að hann grípi í plötuspilarann."

Daft Punk hefur verið ein vinsælasta danshljómsveit í heimi um nokkurra ára skeið. Nægir að nefna smelli á borð við Around the World, Da Funk, One More Time, Harder, Better, Faster, Stronger, Digital Love, Technologic, og Robot Rock.

Myndbönd þeirra hafa líka vakið mikla athygli, en leikstjórar á borð við Spike Jonze og Michel Gondry hafa gert myndbönd við lög þeirra. Þá mynduðu myndböndin af Discovery, annarri plötu sveitarinnar, samfellda teiknimynd í anime-stíl.

Thomas Bangalter hefur einnig gert tónlist einn síns liðs og lagið Music Sounds Better With You undir nafninu Stardust er líklega þekktast þeirra.

Miðasala á tónleikana á Nasa er hafin á http://midi.is, www.filmfest.is og á Thorvaldsen bar. Miðaverð í forsölu er 1000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.