Innlent

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð

MYND/E.Ól

Fjórða daginn í röð mælist svifryk yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Ef veður verður áfram stillt er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir heilsuverndarmörkum segir í tilkynningu frá umhverfissviði. Áfram er þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma, ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×