Dulir um efnistök Skaupsins 29. desember 2006 06:00 Pétur Jóhann Sigfússon Leikur í einu atriði Skaupsins. „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ Pétur segir atriðið ekki hafa fjallað um einstakan atburð í þjóðlífi ársins. „Þetta er vísun í eitthvað sem áhorfendur skaupsins kannast við að einhverju leyti,“ segir Pétur og hlær. „Ég gef ekki mikið upp en samt hefur örugglega enginn annar tjáð sig jafn mikið um Skaupið og ég.“ „Við megum bara ekkert segja, það er í samningnum að þetta er hernaðarleyndarmál,“ segir Ari Eldjárn, einn handritshöfunda. „Ég er nú ekki búinn að sjá endanlega útkomu, en það var lögð áhersla á það við okkur frá byrjun að þetta væri algjört leyndarmál.“ Ari vildi heldur ekkert tjá sig um hvort skaupið yrði fyndið í ár eður ei. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ Pétur segir atriðið ekki hafa fjallað um einstakan atburð í þjóðlífi ársins. „Þetta er vísun í eitthvað sem áhorfendur skaupsins kannast við að einhverju leyti,“ segir Pétur og hlær. „Ég gef ekki mikið upp en samt hefur örugglega enginn annar tjáð sig jafn mikið um Skaupið og ég.“ „Við megum bara ekkert segja, það er í samningnum að þetta er hernaðarleyndarmál,“ segir Ari Eldjárn, einn handritshöfunda. „Ég er nú ekki búinn að sjá endanlega útkomu, en það var lögð áhersla á það við okkur frá byrjun að þetta væri algjört leyndarmál.“ Ari vildi heldur ekkert tjá sig um hvort skaupið yrði fyndið í ár eður ei.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira