Babel fékk flestar tilnefningar 15. desember 2006 09:30 Í myndinni fléttast saman þrjár aðskildar sögur frá þremur heimshornum. Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. . Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna voru tilkynntar í gær. Fjölþjóðlega kvikmyndin Babel, sem skartar leikurunum Brad Pitt og Cate Blanchett, fékk flestar tilnefningar, alls sjö talsins. Golden Globe-verðlaunin verða afhent í 64. sinn 15. janúar næstkomandi. Alejandro González Iñárritu fékk tilnefningu fyrir bestu leikstjórn, en mynd hans, Babel, hlaut sex aðrar tilnefningar, fyrir besta leikara í aukahlutverki, bestu frumsömdu tónlist, bestu mynd, besta handrit og tvær fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki. The Departed, eftir Martin Scorsese, fékk einnig góðar viðtökur. Í myndinni kemur fram einvala lið leikara, en hún fékk sex tilnefningar, þar á meðal fyrir leik Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki og tvær fyrir besta leik í aukahlutverki og voru þar félagarnir Jack Nicholson og Mark Wahlberg tilnefndir. Íslandsvinurinn Clint Eastwood fékk tvær tilnefningar sem besti leikstjóri, aðra fyrir Flags Of Our Fathers, sem var tekin upp að hluta í Sandvík, en hina fyrir systurmynd hennar, Letters From Iwo Jima. Hvorug myndin er þó tilnefnd sem besta mynd í flokki dramamynda. Sú seinni er tilnefnd sem besta myndin á erlendri tungu, en í henni er nær eingöngu töluð japanska. Þar fékk einnig tilnefningu mynd Mel Gibson, Apocalypto, sem er á tungu Maya-indjána. Nokkrar áberandi kvikmyndir hlutu engar tilnefningar, sem þótti koma nokkuð á óvart. Þar á meðal voru The Good German eftir Steven Soderbergh, kvikmynd Robert De Niro, The Good Shepherd, Children Of Men eftir Alfonso Cuaron og United 93 eftir Paul Greengrass, sem fjallar um atburði 11. september árið 2001. Cars, Happy Feet og Monster House hlutu allar tilnefningar sem besta teiknimynd ársins. Golden Globe veitir einnig verðlaun fyrir sjónvarp. Drama- og spennuþættirnir 24, Big Love, Grey's Anatomy, Heroes og Lost fengu allir tilnefningu og Entourage, Ugly Betty, Desperate Housewives, bandaríska útgáfan af The Office og Weeds fengu tilnefningar í flokki bestu gamanþátta. steindor@frettabladid.is Leikkonan Rosario Dawson talaði við kynningu tilnefninganna. . Fólkið á bakvið The Departed. Martin Scorsese, Vera Farmiga og Leonardo DiCaprio við kynningu á myndinni í haust. .
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira