Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni 12. nóvember 2006 06:00 Ekki er gefið upp hverjir skipa hverja valnefnd um sig sem býður upp á bollaleggingar um hagsmunatengsl. „Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. Þannig er nokkur skortur á gegnsæi og því gefið undir fótinn að um hagsmunatengsl geti verið að ræða. Að menn tilnefni jafnvel sjálfa sig. Þannig er til dæmis Marteinn St. Þórsson í valnefndarhópnum en hann er tilnefndur í flokki besta sjónvarpsþáttar fyrir Kompás. Ástæðan fyrir því að aðeins er nefnt hverjir eru í valnefndarhópnum öllum er sú að menn sem setið hafa í valnefndum hafa orðið fyrir áreitni í gegnum tíðina. Björn Brynjúlfur staðfestir að svo sé en málið hefur verið rætt mjög í stjórn. Þessu hafi verið hagað svona að þessu sinni til að beina umkvörtunum til stjórnar en ekki að þau beinist að valnefndarmönnum sem slíkum. „Sumir hafa orðið fyrir áreitni af einhverjum sem eiga hagsmuna að gæta. En þetta er ekkert leyndarmál, ef menn telja að eitthvað sé vafasamt varðandi tilnefningarnar geta þeir fengið nánari upplýsingar. Það væri hryllilegt slys ef kæmi í ljós að um hagsmunatengsl væri að ræða. Það myndi rýra trúverðugleika verðlaunanna og við pössum vel upp á það.“ Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir kvikmyndagerðarmenn að sögn Björns Brynjúlfs enda um íslensku „óskarsverðlaunin“ að ræða. Stimpill sem greitt getur götu kvikmyndagerðarmanna að styrkjum erlendis. Önnur gagnrýni sem Edduverðlaunin hafa mátt búa við er sú að hver verðlaun fyrir sig séu ekki nægjanlega vel skilgreind. Þannig er erfitt að bera saman teiknimynd og töku í kvikmynd en svo er í flokknum „Útlit myndar“. Björn segir rétt að stundum sé þetta eins og að bera saman epli og appelsínur en menn verði að meta hvert verk um sig en ekki í samanburði. Edduverðlaunin verða svo afhent með pompi og prakt 19. þessa mánaðar. Björn vonast til þess að umfjöllunin verði á jákvæðu nótunum og því er gaman að segja frá því að kynnar hátíðarinnar verða ekki af verri endanum, spaugarinn Pétur Jóhann og svo sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn sjá um það. Eddan Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna. Þannig er nokkur skortur á gegnsæi og því gefið undir fótinn að um hagsmunatengsl geti verið að ræða. Að menn tilnefni jafnvel sjálfa sig. Þannig er til dæmis Marteinn St. Þórsson í valnefndarhópnum en hann er tilnefndur í flokki besta sjónvarpsþáttar fyrir Kompás. Ástæðan fyrir því að aðeins er nefnt hverjir eru í valnefndarhópnum öllum er sú að menn sem setið hafa í valnefndum hafa orðið fyrir áreitni í gegnum tíðina. Björn Brynjúlfur staðfestir að svo sé en málið hefur verið rætt mjög í stjórn. Þessu hafi verið hagað svona að þessu sinni til að beina umkvörtunum til stjórnar en ekki að þau beinist að valnefndarmönnum sem slíkum. „Sumir hafa orðið fyrir áreitni af einhverjum sem eiga hagsmuna að gæta. En þetta er ekkert leyndarmál, ef menn telja að eitthvað sé vafasamt varðandi tilnefningarnar geta þeir fengið nánari upplýsingar. Það væri hryllilegt slys ef kæmi í ljós að um hagsmunatengsl væri að ræða. Það myndi rýra trúverðugleika verðlaunanna og við pössum vel upp á það.“ Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir kvikmyndagerðarmenn að sögn Björns Brynjúlfs enda um íslensku „óskarsverðlaunin“ að ræða. Stimpill sem greitt getur götu kvikmyndagerðarmanna að styrkjum erlendis. Önnur gagnrýni sem Edduverðlaunin hafa mátt búa við er sú að hver verðlaun fyrir sig séu ekki nægjanlega vel skilgreind. Þannig er erfitt að bera saman teiknimynd og töku í kvikmynd en svo er í flokknum „Útlit myndar“. Björn segir rétt að stundum sé þetta eins og að bera saman epli og appelsínur en menn verði að meta hvert verk um sig en ekki í samanburði. Edduverðlaunin verða svo afhent með pompi og prakt 19. þessa mánaðar. Björn vonast til þess að umfjöllunin verði á jákvæðu nótunum og því er gaman að segja frá því að kynnar hátíðarinnar verða ekki af verri endanum, spaugarinn Pétur Jóhann og svo sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn sjá um það.
Eddan Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira