Þægilegt og áreynslulaust 31. október 2006 08:00 Bela - Hole and Corner Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bela er listamannsnafn Baldvins Ringsted sem búsettur er í Glasgow. Baldvin eða Bela fer ekki leynt með áhrifavalda sína á þessari plötu enda hefur hann opinberlega sagt að Elliot Smith, Nick Drake, America og Crosby, Stills & Nash séu meðal þeirra sem hann leiti til. Reyndar alls ekki óvenjulegt hjá tónlistarmanni í þessum geira. Bela tekst hins vegar furðu vel að skila sínu efni frá sér. Þó oft á tíðum fái maður það á tilfinninguna að hér sé Nick Drake upprisinn þá kann Bela alveg að gera hið fínasta kántrískotið og rólyndis gítarpopp. Útsetningarnar á plötunni eru fínar, sjaldnast ofhlaðnar heldur þvert á móti. Slide-gítar hér og þar virkar síðan vel til þess að auka áhrifin. Lagaheitin ýta líka vel undir naumhyggjulegu stemninguna enda flest öll aðeins eitt orð (til dæmis Stones, Down, Change og Time), einfalt og þægilegt eins og platan sjálf. Reyndar eru tvö af fjórum lögum þar sem hljómsveit (tromma, bassi, píanó og gítar) kemur við sögu með langsterkustu lögum plötunnar, Tune og Ticket for a Train. Ekkert lag er þó svo lélegt að maður þurfi að hoppa yfir það. Textasmíðar Bela ná hins vegar sjaldan til manns nema þá kannski helst í laginu um hinn dularfulla Jerome. Sterk rödd Baldvins bætir þó að mörgu leyti upp fyrir þetta. Time er til dæmis þægilegur haustslagari þar sem rödd Baldvins, ásamt bakröddun Gemmu Hughes, leyfir manni að slaka á. Lagið lýsir kannski plötunni líka best; þægilegt og áreynslulaust án þess þó að ná einhverjum stórbrotnum hæðum. Eitt að lokum: Að hafa útsaum, prjón eða hvers kyns vefnað á framhlið plötuumslags er jafn ófrumlegt og að hafa þar einhvern labbandi yfir göngubraut. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira